Erlent

Slösuðust eftir lendingu

Níu farþegar slösuðust eftir nauðlendingu farþegaflugvélar ástralska flugfélagsins Qantas á flugvellinum í Osaka í Japan. Vélin sem var með 178 farþega innanborðs var á leið frá Tokyo til Ástralíu en var snúið við þegar nemar í farangursgeymslu sýndu að reykur væri í rýminu. Nauðlendingin gekk eins og í sögu og það var ekki fyrr en fólkið renndi sér niður neyðarbrautirnar að slysin urðu. Þau voru þó öll minniháttar og síðar kom í ljós að líklega hafi reykviðvörunin orðið vegna bilunar í skynjara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×