Erlent

Sneru aftur og stálu rifflum

Tveir ísraelskir landnemar, sem fluttir höfðu verið á brott frá Shirat Hayam landnemabyggðinni á Gaza-svæðinu, sneru þangað aftur í dag, stálu rifflum af ísraelskum hermönnum og hafa nú lokað sig af inni í byggingu í landnemabyggðinni. Samkvæmt ísraelsku sjónvarpi höfðu mennirnir fengið leyfi hjá hernum til að snúa aftur til heimilis síns til að sækja föggur sínar en gripu þá tækifærið og rændu rifflunum. Ekki er ljóst hvort þeir hafi hafi sett fram einhverjar kröfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×