Erlent

Vilja flytja dýr frá Afríku

Vísindamenn við Cornell-háskóla í New York hafa komið fram með nýja hugmynd til þess að bjarga dýrategundum í Afríku sem eru í útrýmingarhættu. Þeir leggja til að t.d. ljón, fílar og kameldýr verði flutt til Bandaríkjanna og komið fyrir á sléttum landsins. Vísindamennirnir, sem viðra þessa hugmynd sína í tímaritinu Nature, telja tegundirnar auðveldlega getað lifað af á sléttunum og að þær muni auðga dýralíf þar, en óttast er að fjölmargar tegundanna deyi út á þessari öld ef ekkert verður að gert. Þessi hugmynd hefur þó mætt nokkurri mótstöðu í vísindasamfélaginu, en þess má geta að fjölmiðlamógúllinn Ted Turner er fylgjandi hugmyndinni og hefur m.a. boðið fram búgarð sinn í Nýja-Mexíkó til undirbúningsrannsókna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×