Erlent

Hafi 48 stundir til að leysa deilu

Breska flugfélagið British Airways hefur fengið frest fram á þriðjudagskvöld til að leysa deilu sína Gate Gourmet, flugeldhúsfélagið sem sér flugfélaginu fyrir mat, að öðrum kosti verður Gate Gourmet gjaldþrota. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan flugeldhúsfélagsins í dag. Gate Gourmet, sem er í eigu bandarísks fyrirtækis, hefur að undanförnu leitað betri samninga við British Airways þar sem staða félagsins er afar bágborin. Félagið komst í féttirnar á dögunum þegar það sagði upp 660 starfsmönnum á Heathrow, en í kjölfarið lögðu aðrir starfsmenn niður vinnu til að mótmæla uppsögnunum og raskaðist flug British Airways mikið af þeim sökum. Gate Gourmet á nú í viðræðum við verkalýðsfélög vegna þess máls en þau krefjast þess að fólkið verði ráðið aftur. Fari svo að Gate Gourmet lýsi sig gjaldþrota er líklegt að lögmenn taki við rekstri þess en einnig er hugsanlegt að það leiði til frekari tafa á flugi British Airways, sem samkvæmt Financial Mail hefur nú þegar tapað um 5,7 milljörðum á deilunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×