Erlent

Ljón drápu konu í Zimbabwe

Japönsk kona lést eftir að hópur ljóna réðst á hana í dýrargarði nærri Harare, höfuðborg Zimbabwe, í dag. Konan, sem starfaði í sendiráði Japana í landinu, var í garðinum ásamt fimm samstarfsmönnum og hafði farið inn fyrir ljónagirðingu ásamt starfsmanni garðsins. Þegar konan hugðist svo fara út fyrir girðinguna aftur réðst eitt ljónanna á hana og nokkur önnur fylgdu svo í kjölfarið. Samstarfsmönnum konunnar og starfsfólki garðsins tókst að lokum að hrekja ljónin á brott með steinum en konan lést af sárum sínum á spítala.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×