Erlent

Ísraelsher mætir mótstöðu

Ísraelski herinn er nú að brjóta sér leið inn í síðustu landnemabyggðirnar á Gaza-ströndinni og á Vesturbakkanum sem á að rýma. Hann hefur mætt töluverðri mótstöðu sums staðar og hefur þurft að nota jarðýtur til að ryðja frá brennandi haugum af dekkjum og heyi sem íbúar hafa hlaðið fyrir framan hliðin að byggðunum. Ekki hefur þó komið til verulegra átaka við íbúana, sem eru afar ósáttir við að þurfa að fara. Mahmoud Abbas, leiðtogi heimastjórnar Palestínu, sagði í gær að svæðin á Gaza verði annars vegar notuð undir hafnarsvæði og hins vegar undir þúsundir félagslegra íbúða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×