Erlent

Skorar á múslima að sýna samstöðu

Á fundi með múslimaleiðtogum í Köln í Þýskalandi í gær fordæmdi Benedikt páfi XVI "grimma öfgahyggju" hryðjuverkamanna og skoraði á múslima að taka höndum saman með kristnum mönum í baráttunni gegn þeim. Páfi vék ekki sérstaklega að tilteknum árásum eða þeim sem ábyrgð bera á slíku en engu að síður þykir athyglisvert að hann noti tækifærið til að ræða um hryðjuverk á fundi með múslimum. Benedikt XVI er í Þýskalandi í tilefni æskulýðsdags kaþólsku kirkjunnar en í gær messaði hann á akri skammt frá Köln þar sem 400.000 ungmenni hlýddu á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×