Batt, pyntaði og myrti 20. ágúst 2005 00:01 Ættingjar fórnarlamba raðmorðingjans Dennis Rader sögðu honum til syndanna í réttarsalnum á fimmtudaginn. Dagana áður höfðu þau mátt hlusta á kvalirnar sem ódæðismaðurinn lét ástvini þeirra ganga í gegnum. Með dómnum lýkur einhverju umtalaðasta morðmáli í Bandaríkjunum um árabil en það á sér rúmlega þrjátíu ára sögu. Árið 1974 valdi Rader sín fyrstu fórnarlömb: Otero-hjónin og tvö af börnum þeirra fimm í Sedgwick-sýslu í Kansas, og næstu sautján árin myrti hann sex konur til viðbótar á svæðinu á langdreginn og kvalafullan hátt. Eftir hvert morð skrifaði hann bréf til lögreglu og fjölmiðla þar sem hann lýsti drápinu og aðdraganda þess í smáatriðum. Bréfin undirritaði hann jafnan "BTK" sem stendur fyrir "Bind, Torture, and Kill" eða "binda, pynta og drepa." Síðasta morðið framdi BTK árið 1991 en þá kyrkti hann Dolores Davis, 63 ára, með sokkabuxum og fleygði svo líkinu undir brú þar sem það síðan rotnaði. Hann lagði leið sína nokkrum sinnum á staðinn og tók myndir af líkinu með grímu sem hann hafði búið til. Það var svo í febrúar á þessu ári sem lögregla hafði loks hendur í hári Rader en þá hafði hann nýlega byrjað að senda frá sér BTK-bréf á nýjan leik. Fáa íbúa í Park City, Kansas, grunaði að þessi vingjarnlegi skátaforingi og sóknarnefndarformaður væri í raun kaldrifjaður morðingi. Réttarhöldin yfir Dennis Rader hafa staðið yfir undanfarnar vikur og máttu ættingjar fórnarlambanna hlusta á ótrúlega nákvæmar og yfirvegaðar lýsingar hans á glæpum sínum. Hann kallaði morðin oftast "verkefni" og virtist hann líta á fólkið sem hann myrti sem dýr sem hann hefði "svæft". "Ég vil að hann kveljist jafn mikið og fórnarlömbin," sagði Beverly Flapp, systir Nancy Fox sem BTK banaði árið 1977. "Það á að henda þessum manni ofan í djúpa, dimma holu og leyfa honum að rotna þar." Rader flutti sjálfur stutta en furðulega afsökunarræðu þar sem hann lýsti því sem hann sagðist eiga sameiginlegt með þeim sem hann drap. Greg Waller dómari dæmdi svo hinn sextuga Rader í fjörutíu ára fangelsi án möguleika á reynslulausn. Dauðarefsing hafði ekki verið tekin upp í Kansas þegar morðin voru framin og því kom hún ekki til greina. Erlent Fréttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ættingjar fórnarlamba raðmorðingjans Dennis Rader sögðu honum til syndanna í réttarsalnum á fimmtudaginn. Dagana áður höfðu þau mátt hlusta á kvalirnar sem ódæðismaðurinn lét ástvini þeirra ganga í gegnum. Með dómnum lýkur einhverju umtalaðasta morðmáli í Bandaríkjunum um árabil en það á sér rúmlega þrjátíu ára sögu. Árið 1974 valdi Rader sín fyrstu fórnarlömb: Otero-hjónin og tvö af börnum þeirra fimm í Sedgwick-sýslu í Kansas, og næstu sautján árin myrti hann sex konur til viðbótar á svæðinu á langdreginn og kvalafullan hátt. Eftir hvert morð skrifaði hann bréf til lögreglu og fjölmiðla þar sem hann lýsti drápinu og aðdraganda þess í smáatriðum. Bréfin undirritaði hann jafnan "BTK" sem stendur fyrir "Bind, Torture, and Kill" eða "binda, pynta og drepa." Síðasta morðið framdi BTK árið 1991 en þá kyrkti hann Dolores Davis, 63 ára, með sokkabuxum og fleygði svo líkinu undir brú þar sem það síðan rotnaði. Hann lagði leið sína nokkrum sinnum á staðinn og tók myndir af líkinu með grímu sem hann hafði búið til. Það var svo í febrúar á þessu ári sem lögregla hafði loks hendur í hári Rader en þá hafði hann nýlega byrjað að senda frá sér BTK-bréf á nýjan leik. Fáa íbúa í Park City, Kansas, grunaði að þessi vingjarnlegi skátaforingi og sóknarnefndarformaður væri í raun kaldrifjaður morðingi. Réttarhöldin yfir Dennis Rader hafa staðið yfir undanfarnar vikur og máttu ættingjar fórnarlambanna hlusta á ótrúlega nákvæmar og yfirvegaðar lýsingar hans á glæpum sínum. Hann kallaði morðin oftast "verkefni" og virtist hann líta á fólkið sem hann myrti sem dýr sem hann hefði "svæft". "Ég vil að hann kveljist jafn mikið og fórnarlömbin," sagði Beverly Flapp, systir Nancy Fox sem BTK banaði árið 1977. "Það á að henda þessum manni ofan í djúpa, dimma holu og leyfa honum að rotna þar." Rader flutti sjálfur stutta en furðulega afsökunarræðu þar sem hann lýsti því sem hann sagðist eiga sameiginlegt með þeim sem hann drap. Greg Waller dómari dæmdi svo hinn sextuga Rader í fjörutíu ára fangelsi án möguleika á reynslulausn. Dauðarefsing hafði ekki verið tekin upp í Kansas þegar morðin voru framin og því kom hún ekki til greina.
Erlent Fréttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira