Erlent

Svipt leyfi vegna útlendingahaturs

Útvarpsstöð í Danmörku hefur verið svipt útvarpsleyfi í þrjá mánuði fyrir að ala á útlendingahatri. Stöðin heitir Radio Holgeir og er þar vísað til goðsagnarinnar um Holgeir danska, sem á að vakna til þess að verja Danmörku, þegar hætta steðjar að. Í þætti á útvarpsstöðinni sagði þáttastjórnandinn að aðeins væru tvær leiðir til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk. Annaðhvort væri að reka alla múslima frá Vestur Evrópu, eða þá að drepa alla islamska öfgamenn, sem þýddi að drepa þyrfti stóran hluta af öllum innflytjendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×