Erlent

Snarpur skjálfti skekur Japan

Að minnsta kosti 80 manns slösuðust þegar jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter skók norðausturhluta Japans nú í morgun. Jarðskjálftinn varð í um 300 kílómetra fjarlægð frá Tókýó, höfuðborg landsins, en þar fannst skjálftinn greinilega. Yfirvöld vöruðu þegar í stað við hugsanlegri flóðbylgju sem hefur þó enn ekki orðið. Jarðskjálftar eru tíðir í Japan en landið er á einu virkasta skjálftasvæði í heimi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×