Erlent

Vopnaðir á vellinum

Lögregla fór inn á áhorfendapalla í gær og handtók ellefu manns meðan leikur Queens Park Rangers og Sheffield í ensku fyrstu deildinni stóð yfir í gær. Mennirnir voru vopnaðir og höfðu að sögn lögreglu ógnað lífi Gianni Paladini, stjórnarformanni QPR. Ekki er vitað hvað vakti fyrir mönnunum. Sumir mannanna voru handteknir í áhorfendastúkum en aðrir utan við leikvanginn. Handtakan hafði engin áhrif á leikinn sem QPR vann 2-1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×