Erlent

Schröder sakaður um brot

Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta. Sjálfur sagðist Schröder ekki hafa öruggan meirihluta og benti á nokkra þvermóðskufulla þingmenn sem staðið hafa í vegi fyrir ýmsum fyrirætlunum kanslarans. Þingmennirnir segja þetta ekki nóg og fullyrða að Schröder hafi þvingað fram þingkosningar með ólögmætum hætti. Engar líkur eru taldar á að stjórnarskrárdómstóllinn fallist á athugasemdir þingmannanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×