Erlent

Sprengjutilræði á Indlandi

Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×