Erlent

Ávarp Bin Laden fjarlægt af netinu

Dönum brá í brún þegar danskir fjölmiðlar greindu frá því að finna mætti myndbandsupptöku frá leiðtogum al-Kaída á vefsíðu danskra öfgamúslíma. Á myndbandinu mátti sjá ávörp Osama bin Ladens og Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga samtakanna í Írak. Tilgangur myndbandsins er að hvetja fólk til þátttöku í heilögu stríði og safna hryðjuverkamönnum, segir í dönskum fjölmiðlum. Myndbandsupptakan var fjarlægð af netinu í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×