Erlent

Blaðamaður ákærður fyrir njósnir

Kínversk yfirvöld hafa ákært blaðamanninn Ching Cheong frá Hong Kong fyrir að njósna fyrir Taívan. Cheong, sem starfaði fyrir Singapore Straits Times í Kína, hefur verið í haldi frá því síðla aprílmánaðar, en hann er sakaður um að hafa keypt viðkvæmar upplýsingar um Kína fyrir taívönsku leyniþjónustuna frá árinu 2000 þar til í mars á þessu ári. Xinhua-fréttastofan hefur eftir kínverskum yfirvöldum að Cheong hafi játað á sig njósnir við yfirheyrslur, en ef hann verður sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Kona Cheongs segir hann ekki hafa gert neitt rangt og Alþjóðablaðamannasambandið hefur lýst yfir miklum áhyggjum af málinu og sakar kínversk stjórnvöld um ritskoðun. Samskipti Kína og Taívans hafa verið stirð um nokkurt skeið en stjórnvöld í Peking álíta Taívan hluta af Kína og hafa hótað að ráðast inn í landið lýsi Taívanar yfir sjálfstæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×