Erlent

Mikið af kókaínleifum í Pó

Undrun sætir hversu mikið af kókaínleifum er í ánni Pó á Ítalíu. Vísindamenn hafa kannað vatnið í ánni og mælt efni sem finnst í þvagi þeirra sem neyta kókaíns. Niðurstöðurnar benda til þess að þær fimm milljónir íbúa sem búa á svæðinu neyti fjörutíu þúsund kókaínskammta dag hvern, sem er miklum mun meira en áður hefur verið talið. Yfirvöld eru undrandi yfir því magni eiturlyfja sem þetta bendir til að smyglað sé til landsins og hafa stórar áhyggjur af ítölskum ungmennum. Niðurstöðurnar benda til þess að eiturlyfjavandinn sé mun meiri en talið var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×