Erlent

Miklir skógareldar í Portúgal

Yfir 1600 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda á 20 stöðum í Portúgal en miklir þurrkar hafa verið í landinu að undanförnu. Á að minnsta kosti tveimur stöðum eru heimili í hættu vegna eldanna. Alls eru um 450 slökkviliðsbílar notaðir og yfir 20 þyrlur og flugvélar í björgunarstarfinu. Mjög vindasamt hefur verið á þeim svæðum þar sem eldarnir loga og er hitastig um 45 gráður víða um landið. Þurrkarnir í Portúgal eru þeir mestu frá því á fimmta áratugnum en alls hafa um 68 þúsund hektarar af landi orðið eldinum að bráð í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×