Innlent

Netþjónusta fyrir ríkisstofnanir

Rekstrarsvið TM Software, Skyggnir og Ríkiskaup hafa gert með sér rammasamning um hýsingar- og internetþjónustu fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög. Samningurinn hefur í för með sér umtalsverðan sparnað fyrir ríkisstofnanir og sveitarfélög í internetþjónustu og vörum sem tengjast almennri hýsingarþjónustu. Að auki var samið um internetþjónustu við fyrirtækin EJS hf. og Og Vodafone en útboðinu var skipt í þrjá sjálfstæða flokka: fastlínuþjónustu, farsímaþjónustu (almenn talsímaþjónusta) og internetþjónustu. Munu samningarnir taka gildi 1. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að hér sé um umtalsverðar upphæðir að ræða sem ríkið og sveitarfélögin geti sparað við það eitt að opna fyrir samkeppni á fjarskiptasviðinu. Áætlað er að ávinningur af þessu útboði leiði til 15-30% lægra verðs en áður eftir atvikum. Þetta mun þýða um 150-200 milljóna króna sparnað á ári fyrir ríkissjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×