Sport

Inter Milan loks að landa Figo

Portúgalski knattspyrnusnillingurinn Luis Figo virðist vera búinn að ná samkomulagi við Inter Milan á Ítalíu um að ganga til liðs við félagið ef marka má spænska fjölmiðla í kvöld. Útvarpsstöðin Marca í Madrid segir að Real Madrid leikmaðurinn muni fljúga til Mílanóborgar á morgun fimmtudag til þess að gangast undir læknisskoðun og skrifa í kjölfarið undir 2 ára samning. Inter hefur samþykkt að greiða Figo 3 milljónir punda í árslaun sem jafngildir um 360 milljónum íslenskra krónum. Það gerir á svokölluðu fótboltamáli tæp 60.000 pund á viku. Figo fer því að öllum líkindum á frjálsri sölu frá Real Madrid sem borgaði Barcelona 56 milljónir punda fyrir leikmanninn árið 2000. Það bendir því flest til þess að Liverpool hafi misst af þessum fyrrverandi besta leikmanni í heimi en hann hafði einnig átt í viðræðum við Evrópumeistarana rauðklæddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×