Erlent

20 drepnir í Súdan í nótt

Tuttugu hið minnsta voru drepnir í nótt í átökum í Khartoum, höfuðborg Súdans. Bardagar brutust út í borginni á mánudag eftir að greint var frá því að uppreisnarleiðtoginn og varaforsetinn John Garang hefði farist í þyrluslysi. Í nótt voru það hefndaraðgerðir gegn stuðningsmönnum Garangs frá Suður-Súdan sem ollu mannfallinu. Íbúar greina frá því að hópar vopnaðra manna hafi farið um borgina eftir útgöngubann. Íbúarnir segja mannfallið meira en opinberar upplýsingar greina frá, eða allt að fimmtíu manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×