Erlent

Súdan á barmi borgarastyrjaldar

Khartoum, höfuðborg Súdans, er á barmi borgarastyrjaldar. Nærri fimmtíu manns hafa verið drepnir á götum úti og mörg hundruð hafa gengið berserksgang í borginni undanfarinn sólarhring, í kjölfar þess að varaforseti landsins fórst í þyrluslysi. Varaforsetinn John Garang fórst ásamt þrettán öðrum í þyrluslysi nærri landamærum Úganda í gær. Þó að ekkert bendi til annars en að um slys hafi verið að ræða, hefur atburðurinn hleypt illu blóði í fjölmarga íbúa suður Súdans. Miklar óeirðir hafa brotist út og ástandið síðan í gærkvöld hefur verið með versta móti. Í morgun kom til mikilla átaka á milli íbúa suðurhluta landsins og norðurhlutans. Nærri fimtíu manns hafa verið myrtir á götum úti á einum sólarhring og meira en þrjú hundruð hafa slasast. Mörg hundruð manns hafa gengið berseksgang í höfuðborginni. Kveikt í bílum og ráðist á fólk og farartæki með hnífum og alls kyns bareflum. Klukkan fimm í morgun var sett á tólf klukkutíma útgöngubann í höfuðborginni vegna óeirðanna. Allt tiltækt lið lögreglu hefur reynt að berja niður ólætin í allan dag og þyrlur hafa sveimað yfir vettvangi. Salva Kiir tekur við forystuhlutverki Garangs í súdönsku þjóðfrelsishreyfingunni. Fastlega er gert ráð fyrir að hann taki líka við embætti varaforseta. Hann biðlaði í dag til sinna manna að hætta öllum mótmælum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×