Erlent

Ekki bolmagn í kjarnavopn

Íranar eru ekki færir um að koma sér upp kjarnavopnum næsta áratuginn, samkvæmt nýrri úttekt frá Bandarísku leyniþjónustunni. Í úttektinni sem ekki hefur verið gerð opinber, en dagblaðið Washington Post greinir frá í dag, kemur fram að Íranar séu skemur á veg komnir með auðgun úrans en hingað til hefur verið talið. Undanfarna mánuði hefur verið gengið út frá því að um það bil fimm ár séu í að Íranar geti komið sér upp kjarnavopnum. Samkvæmt heimildarmönnum sem unnu að úttektinni er fyrra mat hins vegar rangt og minnst átta til tíu ár í að öll tiltæk efni til kjarnavopnagerðar verði til staðar í Íran. Í úttektinni er þó ekkert dregið úr hættunni á því að Íranar komi sér upp gereyðingarvopnum og skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að ef þarlend stjórnvöld verða látin í friði muni þau róa að því öllum árum að koma sér upp slíkum vopnum eins fljótt og mögulegt sé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×