Erlent

Kóreska konungsættin öll

Yu-Ki, sonur síðasta ríkisarfa kóresku konungsættarinnar, sem ríkti í á tímavilinu 1392 til 1910, var borinn til grafar í gær og markar það endalok Chosun-konungsættarinnar. Þúsundir Suður-Kóreubúa fylgdu Yu-Ki þegar hann var borinn til hinstu hvílu. Yu-Ki, sem var 73 ára, lést af völdum hjartaáfalls á laugardag fyrir rúmri viku á hótelherbergi í Japan, þar sem hann bjó mestalla sína ævi. Hann lifði í talsverðri einangrun síðustu æviárin og fannst lík hans ekki fyrr en tveimur dögum eftir að hann dó. Japanir settu afa Yu-Ki af árið 1907 og innlimuðu Kóreu í japanska keisaradæmið árið 1910. Árið 1945 hlaut Kórea sjálfstæði á ný en konungsfjölskyldunni var ekki leyft að snúa aftur umsvifalaust af ótta við að hún myndi skipta sér af stjórnarmyndun í landinu. Yu-Ki hélt því áfram að búa í útlegð. Yu-Ki var borinn til grafar í konunglegum grafreit í Seúl við hlið foreldra sinna og bróður sem dó barnungur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×