Bretar æfir vegna ummæla Chiracs 5. júlí 2005 00:01 Það er ekki hægt að treysta fólki sem eldar óætan mat, segir Jacques Chirac, forseti Frakklands. Yfirlýsingar hans um breska matargerð hafa valdið úlfúð og uppnámi á Bretlandi - og raunar líka Finnlandi, því þar er maturinn ennþá verri að mati Chiracs. Á fundi þeirra Jacques Chiracs, Gerhards Schröder, kanslara Þýskalands og Vladímírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Kalíníngrad á sunnudaginn sem hófst umræða um matargerðarlist og misgirnilegar máltíðir. Þegar Chirac hélt að blaðamenn heyrðu ekki til sagði hann lífsreynslusögu af því þegar Robertsson lávarður, sem var þá yfirmaður NATO, bauð honum upp á skoska þjóðarréttinn haggis, sem er líkur slátri. Það fannst Chirac svo ógeðslegt að hann vildi meina að þar mætti finna upphaf vandræða Frakka og NATO. Hann bætti gráu ofan á svart þegar hann lýsti þeirri skoðun sinni að eina framlag Breta til evrópsks landbúnaðar væri kúariða. Það væri hreinlega ekki hægt að treysta fólki sem gæti ekki eldað ætan mat. Hvergi væri að finna verri mat nema þá helst í Finnlandi. Schröder og Pútín hlógu dátt, og skari blaðamanna var nær en Chirac hélt, og því fréttist af skemmtisögum hans og yfirlýsingum, sem fallið hafa í grýttan jarðveg á Bretlandseyjum. Þarlend blöð ausa skömmum yfir Chirac og segja honum nær að halda sig á mottunni, því að svona lagað gæti haft áhrif á val ólýmpíuborgarinnar 2012, en hún verður valin á morgun. Bretar hafa þar lítið að segja enda Lundúnir í framboði, en Finnar eiga sæti í valnefndinni og gætu hefnt sín. Skotar segjast hins vegar ætla að sýna Chirac í tvo heimana - með fyrsta flokks mat á fundi leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims í Gleneagles. Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Það er ekki hægt að treysta fólki sem eldar óætan mat, segir Jacques Chirac, forseti Frakklands. Yfirlýsingar hans um breska matargerð hafa valdið úlfúð og uppnámi á Bretlandi - og raunar líka Finnlandi, því þar er maturinn ennþá verri að mati Chiracs. Á fundi þeirra Jacques Chiracs, Gerhards Schröder, kanslara Þýskalands og Vladímírs Pútíns, Rússlandsforseta, í Kalíníngrad á sunnudaginn sem hófst umræða um matargerðarlist og misgirnilegar máltíðir. Þegar Chirac hélt að blaðamenn heyrðu ekki til sagði hann lífsreynslusögu af því þegar Robertsson lávarður, sem var þá yfirmaður NATO, bauð honum upp á skoska þjóðarréttinn haggis, sem er líkur slátri. Það fannst Chirac svo ógeðslegt að hann vildi meina að þar mætti finna upphaf vandræða Frakka og NATO. Hann bætti gráu ofan á svart þegar hann lýsti þeirri skoðun sinni að eina framlag Breta til evrópsks landbúnaðar væri kúariða. Það væri hreinlega ekki hægt að treysta fólki sem gæti ekki eldað ætan mat. Hvergi væri að finna verri mat nema þá helst í Finnlandi. Schröder og Pútín hlógu dátt, og skari blaðamanna var nær en Chirac hélt, og því fréttist af skemmtisögum hans og yfirlýsingum, sem fallið hafa í grýttan jarðveg á Bretlandseyjum. Þarlend blöð ausa skömmum yfir Chirac og segja honum nær að halda sig á mottunni, því að svona lagað gæti haft áhrif á val ólýmpíuborgarinnar 2012, en hún verður valin á morgun. Bretar hafa þar lítið að segja enda Lundúnir í framboði, en Finnar eiga sæti í valnefndinni og gætu hefnt sín. Skotar segjast hins vegar ætla að sýna Chirac í tvo heimana - með fyrsta flokks mat á fundi leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims í Gleneagles.
Erlent Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira