Erlent

Búist við mótmælum í Kaupmannhöfn

George Bush, forseti Bandaríkjanna, kemur til Kaupmannahafnar í kvöld. Bush kemur í stutta heimsókn til Danmerkur á leið sinni á G8-fundinn í Skotlandi. Lögreglan bæði í Danmörku og Svíþjóð býr sig nú undir að tugir þúsundir mótmæli heimsókninni. Bush mun meðal annars hitta Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Áður en Bush heldur áfram til Gleneagles í Skotlandi á miðvikudag mun hann halda upp á 59 ára afmæli sitt í morgunverðarmóttöku hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu í Fredensborgarhöll. Á sama tíma skipuleggur fjöldi vinstrisinnaðra samtaka og verkalýðsfélaga mótmæli gegn stefnu Bush og innrás Bandaríkjanna í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×