Erlent

Lögreglan á Hróarskeldu leit undan

Danska Lögreglan horfði gegnum fingur sér með hassneyslu á útitónleikunum á Hróarskeldu, þótt lög sem sett voru í Danmörku fyrir ári geri ráð fyrir að refsa skuli fyrir jafnvel smæstu fíkniefnabrot. Lögreglan segist ekki bregðast við sé farið fínt í hassreykingarnar, aðeins ef þeim er tranað fram. Að öðrum kosti hefði hún ekki tíma til ad halda uppi nauðsynlegu eftirliti. Löggjafinn er bæði undrandi og hneykslaður á afstöðu lögreglunnar og þingmaður danska Þjoðarflokksins krefst þess að dómsmálaráðherrann bregðist við. Það sé augljóst að fjárveitingar til lögreglunnar séu af skornum skammti ef hún treystir sér ekki til að framfylgja lögunum sem sett eru á danska þinginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×