Erlent

Flugeldasýning í geimnum

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA stendur fyrir flugeldasýningu í geimnum í dag, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, ef allt gengur eftir. Mörgum finnst verkefnið minna meira á söguþráð í kvikmynd en alvöru rannsóknir en það snýst um að mannlaust skeyti á 431 milljón kílómetra hraða rekist á halastjörnu og brýtur á hana gat. Skeytið er sent frá geimfarinu Deep Impact sem lagði af stað frá jörðu í janúar til að safna upplýsingum um samsetningu halastjörnunnar Tempel 1. Vonast er til að upplýsingarnar varpi einhvejru ljósi á uppruna halastjarna og um leið uppruna heimsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×