Erlent

Asíuljón drukknuðu

Yfir sjö þúsund þorp hafa verið rýmd og 176 þúsund eru heimilislausir í Indlandi eftir flóð vegna monsúnvindsins í Suður-Asíu. Að minnsta kosti 131 dó í gær auk þess sem sem eitt asíuljón fannst dautt eftir að hafa drukknað, en einungis 358 slík ljón eru þá eftir í heiminum. Rigningin hefur líka mikil áhrif á líf fólks í Pakistan en þar eru hermenn á bátum sem bjarga fólki sem hefur innilokast í flóðum. Í Afganistan eru mörg þúsund heimili eyðilögð vegna fljóða og rigninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×