Pulis var rekinn frá Stoke 28. júní 2005 00:01 Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason. Tilkynnt verður um nýjan knattspyrnustjóra á blaðamannfundi á morgun og staðfesti Gunnar Þór að um útlending væri að ræða. Hann er þó ekki íslenskur sagði stjórnarformaðurinn. Pulis var á 12 mánaða samning en hann fékk nýjan samning fyrir þremur mánuðum og töluverða kauphækkun. „Við lögðum mikla áherslu á að Pulis skoðaði erlenda leikmannamarkaði eins og var gert undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en við sáum það eftir tímabilið að Pulis var algerlega ófáanlegur til þess og þess vegna var ekkert annað hægt að gera en að segja honum upp,“ sagði Gunnar Þór í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í dag. Stoke þarf að greiða Pulis laun í 12 mánuði og verður því með tvo stjóra á launum á næsta tímabili. Pulis tók við liðinu í nóvember árið 2002 af Steve Cotteril. Stoke hafnaði í 12.sæti í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Landsliðsmaðurinn Þórður Guðjónsson er á mála hjá liðinu en hann fékk fá tækifæri undir stjórn Pulis og hagur hans gæti vænkast með nýjum erlendum knattspyrnustjóra. „Það er eftirsjá af Pulis og hann var besti Englendingurinn í starfið en við gátum ekki þolað það að hann setti sig upp á móti stefnu stjórnarinnar um að fá erlenda leikmenn,“ sagði Gunnar Þór við íþróttadeildina. Stjórnarformaðurinn sagði ennfremur að félagið yrði ekki selt á næstu leiktíð en það væri þó enn til sölu. Gunnar Þór var á leiðinni til Englands að ganga frá samningi við nýjan knattspyrnustjóra hjá Íslendingaliðinu og vildi alls ekki segja hver hann væri. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira
Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason. Tilkynnt verður um nýjan knattspyrnustjóra á blaðamannfundi á morgun og staðfesti Gunnar Þór að um útlending væri að ræða. Hann er þó ekki íslenskur sagði stjórnarformaðurinn. Pulis var á 12 mánaða samning en hann fékk nýjan samning fyrir þremur mánuðum og töluverða kauphækkun. „Við lögðum mikla áherslu á að Pulis skoðaði erlenda leikmannamarkaði eins og var gert undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en við sáum það eftir tímabilið að Pulis var algerlega ófáanlegur til þess og þess vegna var ekkert annað hægt að gera en að segja honum upp,“ sagði Gunnar Þór í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í dag. Stoke þarf að greiða Pulis laun í 12 mánuði og verður því með tvo stjóra á launum á næsta tímabili. Pulis tók við liðinu í nóvember árið 2002 af Steve Cotteril. Stoke hafnaði í 12.sæti í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Landsliðsmaðurinn Þórður Guðjónsson er á mála hjá liðinu en hann fékk fá tækifæri undir stjórn Pulis og hagur hans gæti vænkast með nýjum erlendum knattspyrnustjóra. „Það er eftirsjá af Pulis og hann var besti Englendingurinn í starfið en við gátum ekki þolað það að hann setti sig upp á móti stefnu stjórnarinnar um að fá erlenda leikmenn,“ sagði Gunnar Þór við íþróttadeildina. Stjórnarformaðurinn sagði ennfremur að félagið yrði ekki selt á næstu leiktíð en það væri þó enn til sölu. Gunnar Þór var á leiðinni til Englands að ganga frá samningi við nýjan knattspyrnustjóra hjá Íslendingaliðinu og vildi alls ekki segja hver hann væri.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Sjá meira