Erlent

Nafnalög samþykkt

Danskir þingmenn samþykktu ný nafnalög sem fela meðal annars í sér að öllum skuli vera frjálst að taka upp eftirnafn sem fleiri en tvö þúsund Danir bera. Upphaflega stóð til að gera þau eftirnöfn frjáls sem fleiri en eitt þúsund bera, en eftir að danska þinginu höfðu borist yfir tuttugu þúsund mótmæli, þar á meðal frá Stoltenberg-ættinni, voru mörkin hækkuð upp í tvö þúsund. Það þýðir að um 160 eftirnöfn hafa verið gefin frjáls í stað 350 hefði frumvarpið náð að ganga fram óbreytt. Önnur breyting fól í sér endurvakningu föðurnafna að íslenskri hefð og þá geta Danir líka kennt sig við móður sína líkt og Íslendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×