Lögin opna fyrir íslensk föðurnöfn 17. júní 2005 00:01 Umdeild nafnalög voru samþykkt á danska þinginu í morgun. Lögin auðvelda útlendingum í landinu að taka upp dönsk eftirnöfn og opna fyrir íslensk föðurnöfn. Dönsku nafnalögin eru ekki bara fréttnæm fyrir Íslendinga því að þau eru samþykkt 17. júní og fela í sér endurupptöku gamallar íslenskrar hefðar, heldur koma þau einnig til með að einfalda málin fyrir Íslendinga, búsetta í Danmörku. Eingöngu Íslendingar sem búa tímabundið í Danmörku geta sótt um undanþágu frá núverandi nafnalögum svo íslenskt barn sem fæðist í Danmörku megi bera föðurnafn með endingunni „son“ eða „dóttir“. Poul Erik Ettrup Larsen meðhjálpari segir nauðsynlegt að sækja um að fá að halda íslensku nöfnunum af því þau séu ekki í samræmi við mannanafnareglur Dana. Hann segir sérreglur gilda fyrir Íslendinga og Færeyinga. Aðspurður hvað gerist ef Íslendingur búi lengi í Danmörku - hvort hann missi réttinn til að nota föðurnafnið á barnið - segir Larsen að barnið haldi að sjálfsögðu því eftirnafni sem það hafi fengið „En ef Íslendingar eða Færeyingar gerast danskir ríkisborgarar verða þeir að fara eftir dönsku mannanafnalögunum,“ segir Larsen. Nýju nafnalögin opna því fyrir íslensku föðurnöfnin, enda breytingin gerð til að aðlaga dönsku lögin að lögum annarra norrænna ríkja. Svo er bara að sjá hvort Danir fari að nota föðurnöfn eins og „Jensson“ eða „Jensdóttir“. Larsen kveðst ekki hafa trú á því. „Ég held þvert á móti að þeir færist enn lengra frá „son“ og „dóttir“,“ segir Larsen. Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Umdeild nafnalög voru samþykkt á danska þinginu í morgun. Lögin auðvelda útlendingum í landinu að taka upp dönsk eftirnöfn og opna fyrir íslensk föðurnöfn. Dönsku nafnalögin eru ekki bara fréttnæm fyrir Íslendinga því að þau eru samþykkt 17. júní og fela í sér endurupptöku gamallar íslenskrar hefðar, heldur koma þau einnig til með að einfalda málin fyrir Íslendinga, búsetta í Danmörku. Eingöngu Íslendingar sem búa tímabundið í Danmörku geta sótt um undanþágu frá núverandi nafnalögum svo íslenskt barn sem fæðist í Danmörku megi bera föðurnafn með endingunni „son“ eða „dóttir“. Poul Erik Ettrup Larsen meðhjálpari segir nauðsynlegt að sækja um að fá að halda íslensku nöfnunum af því þau séu ekki í samræmi við mannanafnareglur Dana. Hann segir sérreglur gilda fyrir Íslendinga og Færeyinga. Aðspurður hvað gerist ef Íslendingur búi lengi í Danmörku - hvort hann missi réttinn til að nota föðurnafnið á barnið - segir Larsen að barnið haldi að sjálfsögðu því eftirnafni sem það hafi fengið „En ef Íslendingar eða Færeyingar gerast danskir ríkisborgarar verða þeir að fara eftir dönsku mannanafnalögunum,“ segir Larsen. Nýju nafnalögin opna því fyrir íslensku föðurnöfnin, enda breytingin gerð til að aðlaga dönsku lögin að lögum annarra norrænna ríkja. Svo er bara að sjá hvort Danir fari að nota föðurnöfn eins og „Jensson“ eða „Jensdóttir“. Larsen kveðst ekki hafa trú á því. „Ég held þvert á móti að þeir færist enn lengra frá „son“ og „dóttir“,“ segir Larsen.
Erlent Fréttir Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira