Wolfowitz fagnar skuldasamningi 12. júní 2005 00:01 Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. Wolfowitz lét þessi orð falla í Abuja, höfuðborg Nígeríu, en það var fyrsti viðkomustaðurinn í Afríkuheimsókn hans, þeirri fyrstu sem hann fer í eftir að hann tók við stjórn Alþjóðabankans, sem hefur það hlutverk að styðja við framfarir í þróunarlöndum. Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims, G8-hópsins svonefnda, sömdu um það á laugardaginn að 40 milljarða dollara skuldir átján fátækra ríkja skyldu felldar niður. Flest eru þessi ríki í Afríku. Stór hluti skuldanna var við alþjóðlegar lánastofnanir, ekki síst Alþjóðabankann. Alls nema erlendar skuldir Afríkuríkja um þessar mundir um 300 milljörðum dollara, andvirði yfir 19.000 milljarða króna. Wolfowitz fullyrti að skuldaniðurfellingin "myndi ekki koma niður á nýjum framlögum til þróunaraðstoðar". Ríku löndin hefðu nú um helgina heitið einum milljarði dollara, 64 milljörðum króna, í viðbótarframlög til fátækustu ríkjanna. G8-ráðherrarnir hétu því að leggja fram aukafé til að bæta Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum upp tapið sem skuldaniðurfellingin hefur í för með sér. Nígería er fjölmennasta og jafnframt skuldugasta land Afríku. En þar sem það er einn stærsti olíuútflytjandi heims uppfyllir það ekki skilgreiningu Alþjóðabankans um lágtekjuland. Og spillt stjórnsýsla hefur ekki hjálpað til heldur. Samningar um eftirgjöf skulda Nígeríu eru því flóknari en allra fátækustu ríkjanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem verður gestgjafi á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Skotlandi í júlí, mun í dag hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu og Gerhard Schröder Þýskalandskanslara í Berlín á ferð sinni milli höfuðborga ríkjanna átta þar sem hann reynir að afla stuðnings við metnaðarfulla áætlun sína um stóraukna þróunaraðstoð og heimsátak gegn loftmengun. Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, bar í gær lof á sögulegt samkomulag sem náðst hefur um niðurfellingu skulda nokkurra fátækustu ríkja heims. Hann sagðist jafnframt vongóður um að samkomulag myndi takast bráðlega um að létta skuldabyrði Nígeríu, skuldugasta lands Afríku. Wolfowitz lét þessi orð falla í Abuja, höfuðborg Nígeríu, en það var fyrsti viðkomustaðurinn í Afríkuheimsókn hans, þeirri fyrstu sem hann fer í eftir að hann tók við stjórn Alþjóðabankans, sem hefur það hlutverk að styðja við framfarir í þróunarlöndum. Fjármálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims, G8-hópsins svonefnda, sömdu um það á laugardaginn að 40 milljarða dollara skuldir átján fátækra ríkja skyldu felldar niður. Flest eru þessi ríki í Afríku. Stór hluti skuldanna var við alþjóðlegar lánastofnanir, ekki síst Alþjóðabankann. Alls nema erlendar skuldir Afríkuríkja um þessar mundir um 300 milljörðum dollara, andvirði yfir 19.000 milljarða króna. Wolfowitz fullyrti að skuldaniðurfellingin "myndi ekki koma niður á nýjum framlögum til þróunaraðstoðar". Ríku löndin hefðu nú um helgina heitið einum milljarði dollara, 64 milljörðum króna, í viðbótarframlög til fátækustu ríkjanna. G8-ráðherrarnir hétu því að leggja fram aukafé til að bæta Alþjóðabankanum og Afríska þróunarbankanum upp tapið sem skuldaniðurfellingin hefur í för með sér. Nígería er fjölmennasta og jafnframt skuldugasta land Afríku. En þar sem það er einn stærsti olíuútflytjandi heims uppfyllir það ekki skilgreiningu Alþjóðabankans um lágtekjuland. Og spillt stjórnsýsla hefur ekki hjálpað til heldur. Samningar um eftirgjöf skulda Nígeríu eru því flóknari en allra fátækustu ríkjanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem verður gestgjafi á leiðtogafundi G8-ríkjanna í Skotlandi í júlí, mun í dag hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu og Gerhard Schröder Þýskalandskanslara í Berlín á ferð sinni milli höfuðborga ríkjanna átta þar sem hann reynir að afla stuðnings við metnaðarfulla áætlun sína um stóraukna þróunaraðstoð og heimsátak gegn loftmengun.
Erlent Fréttir Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira