Innlent

Ammoníakleki í Lagarfossi

Ammoníakeiturefni lak úr Lagarfossi, flutningaskipi Eimskips, undan ströndum Skotlands í fyrrinótt. Áhöfnin hafði strax samband við skosku strandgæsluna í Aberdeen og lét vita af óhappinu en skipinu var bannað að halda áfram för sinni til Íslands fyrr en tekist hefði að stöðva lekann. Lagarfoss var þá staddur í um fimm sjómílna fjarlægð frá Aberdeen. Kallað var á efnasérfræðinga til aðstoðar og tók um sjö klukkustundir að stöðva lekann. Skipið hélt síðan áleiðis til Íslands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×