Erlent

Átta látnir í Egyptalandi

Átta manns hafa fundist látnir eftir að bygging hrundi í Alexandríu í Egyptalandi í morgun. Óttast er að enn séu að minnsta kosti tíu manns fastir í rústunum. Eigandi byggingarinnar var að bæta hæðum ofan á húsið í leyfisleysi og er það talin ástæða hrunsins. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki betra eftirlit með byggingum en tilfelli sem þessi hafa verið algeng að undanförnu í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×