Erlent

Uppi í krana frá því á miðvikudag

Lögregla í Atlanta í Bandaríkjunum glímir nú við mann sem grunaður er um að hafa myrt fyrrverandi kærustu sína en hann klifraði upp í byggingarkrana á flótta undan réttvísinni og hefur verið þar síðan á miðvikudag. Maðurinn, Carl Edward Roland, hefur neitað tilboðum lögreglu um mat og vatn og sömuleiðis að stökkva niður á loftdýnur sem komið hefur verið fyrir á þaki byggingarinnar sem kraninn stendur yfir. Kraninn mun vera á hæð við18 hæða hús og er um 30 metra fall niður á dýnurnar. Lögregla í Flórída grunar manninn um að hafa myrt kærustu sína, sem fannst látin á þriðjudaginn var, og hefur m.a. kallað til systur hans til að reyna að koma honum niður. Lögregla virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af málinu því talsmaður hennar sagði í samtali við AP-fréttastofuna að maðurinn kæmi niður þegar hann væri tilbúinn - á einn eða annan hátt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×