Erlent

Óprúttnir aðilar að verki?

Mikið uppnám varð í Moskvu í morgun þegar stór hluti borgarinnar varð rafmagnslaus. Samgöngur lágu meðal annars niðri niðri og kauphöllin varð óstarfhæf en svo virðist sem afleiðingarnar hafi ekki verið stórvægilegar. Ráðherra orkumála í Rússlandi segir sprengingu í spennustöð hafa orsakað rafmagnsleysið en við fyrstu sýn virðist sem óprúttnir aðilar hafi ekki komið þar nærri. Vladimír Pútín Rússlandsforseta grunar þó að óhreint mjöl sé í pokahorninu og vill að málið verði rannsakað. Hann hefur frestað fyrirhuguðu ferðalagi sínu vegna málsins. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×