Erlent

119 daga löng ræða

Breskur lögmaður mun í dag ljúka lengstu ræðu sem haldin hefur verið við réttarhöld í landinu. Ræða hans hefur staðið yfir í eitt hundrað og nítján daga. Hann er verjandi Englandsbanka en BCCI-bankinn hefur krafið Englandsbanka um nærri níutíu milljarða króna í bætur vegna mistaka. Með ræðu sinni slær lögmaðurinn fyrra met sem andstæðingur hans í málinu setti á síðasta ári þegar hann talaði í áttatíu daga. Málskjölin eru einnig mikil að vöxtum eða um einn og hálfur metri. Þau liggja á milli lögmannanna tveggja og ganga undir nafninu Berlínarmúrinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×