Innlent

Hreyfill bilaði í flugtaki

Hreyfill Páls Sveinssonar, flugvélar Landgræðslunnar, bilaði í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli um hálf tvö leytið í dag. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa Flugmálastjórnar, urðu flugmennirnir varir við miklar drunur og bank úr hægri hreyflinum í flugtaki og sáu olíu leka úr honum. Drápu þeir þá strax á hreyflinum, losuðu sig við áburðinn úti yfir Faxaflóa og lentu síðan heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli.  Flugvél Landgræðslunnar á sextíu ára afmæli en Landgræðslan hefur notað vélina til áburðarflugs í 32 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×