Erlent

Fastir í Norrænu

Illa fór fyrir hópi Norðmanna sem tóku sér far með ferjunni Norrænu frá Björgvin til Hanstholm í Danmörku um helgina. Þegar hópurinn bjó sig undir að yfirgefa skipið við heimkomuna í Björgvin var honum sagt að það hefði þegar lagt frá bryggju og væri á leið til Íslands með viðkomu á Hjaltlandi og í Færeyjum. Hópnum var ekki hleypt frá borði á Hjaltlandi þar sem enginn hafði vegabréf meðferðis og þar sem engar ferðir eru á milli Noregs og Færeyja ákvað fólkið að halda áfram til Íslands, en ferjan kom til Seyðisfjarðar í gær. "Við báðum ekki um að fara í þessa ferð," sagði Björn Engvik, einn farþeganna, í samtali við Bergens Tidende.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×