Erlent

Fá ekki að fara í framboð né kjósa

Konur munu ekki fá að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum sem fyrirhugaðar eru í Kúveit síðar á árinu eins og búist hafði verið við. Það er, þær fá hvorki að vera í framboði né kjósa. Tillaga um að konur fengju að taka þátt í kosningunum hefur verið til umræðu innan kúveiska þingsins undanfarnar vikur og var hún samþykkt í fyrri atkvæðagreiðslu fyrir tveimur vikum. Í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar í gær var tillagan hins vegar felld því ekki náðist hreinn meirihluti. Af sextíu þingmönnum sem greiddu atkvæði voru 29 fylgjandi tillögunni, tveir voru á móti og 29 skiluðu auðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×