Erlent

Réðust um borð í norskt skip

Skipverjum á norska flutningaskipinu KCL Banner brá í brún í gærkvöld þegar grískir sérsveitarmenn á tveimur þyrlum, einni flugvél og og einni freigátu réðust um borð þar sem skipið var á siglingu á sunnanverðu Eyjahafi. Grikkir hafa áhyggjur af ólöglegum innflytjendum og sjóræningjum á hafsvæðinu og hafa því aukið eftirlit verulega. Skipstjórinn hafði sent skilaboð til eigenda skipsins en kóðað þau á rangan hátt svo eigendurnir töldu að ekki væri allt með felldu og létu grísku lögregluna vita. Eftir að hafa skoðað skilríki skipverjanna og komist að því að farmurinn var sement varð niðurstaðan sú að engir sjóræningjar væru um borð og skipinu var leyft að halda áfram för en það var að flytja sementið frá Tyrklandi til Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×