Erlent

Enn eitt mannránið

Enn einum útlendingnum hefur verið rænt í Írak en í gær birtu uppreisnarmenn myndband af áströlskum verkfræðingi sem þeir hafa í haldi sínu. Hann hvatti leiðtoga vestrænna ríkja til að draga heri sína frá landinu. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, lýsti því strax yfir í gær að ekki yrði samið við hryðjuverkamenn. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist í gær fullviss um að þrír rúmenskir blaðamenn sem rænt var í mars væru enn á lífi þrátt fyrir að Rúmenar hefðu ekki kallað herlið sitt heim. 200 útlendingum hefur verið rænt í Írak síðastliðin tvö ár, 30 þeirra hafa verið teknir af lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×