Erlent

Sneru til baka úr alþjóðageimstöð

Rússnesk geimskutla með áhöfn frá alþjóðageimstöðinni lenti í Kasakstan seint í gærkvöldi. Um borð voru Rússi og Bandaríkjamaður sem hafa verið í geimstöðinni síðan í október auk Ítala sem dvaldi þar undanfarna átta daga. Lendingin gekk vel og er áhöfnin við hestaheilsu að eigin sögn. Eftir í alþjóðageimstöðinni eru Rússi og Bandaríkjamaður sem dvelja þar næstu mánuðina og fá meðal annars það verkefni að taka á móti fyrstu bandarísku geimskutlunni sem þangað kemur í meira en tvö ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×