Blendingsbílar í stað bensínháka 17. apríl 2005 00:01 Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni. Bílar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tryllitæki sem bensínið rennur í gegnum hafa löngum verið vinsæl í Bandaríkjunum, en ekki lengur. Himinhátt bensínverð segir til sín þó að Bandaríkjamenn borgi margfalt lægra verð en Íslendingar. Bensínlítrinn kostar um hundrað krónur víðast hvar hér á landi en í Bandaríkjunum borga neytendur um 37 krónur og finnst það rán um hábjartan dag. Það kemur því ekki á óvart að bílasala hafi snarminnkað og að helstu bílaframleiðendur Bandaríkjanna geti ekki komið bensínhákunum sínum út. Það gildir þó ekki um alla bíla. Japanskir framleiðendur, sem framleiða blendingsbíla, gera það gott. Blendingsbílar eru með bæði rafmótor og bensínvél, eyða minna bensíni og eru sagðir mun umhverfisvænni. Brad Berman, ritstjóri Hybrid, segir að almenningur í Bandaríkjunum kikni í hnjánum þegar hann þurfi að borga meira við dæluna. Hann fari að hugsa um hvernig draga megi úr kostnaði og þá sé rökrétt að hugleiða blendingsbíl. Á síðasta ári voru seldir 88 þúsund blendingsbílar í Bandaríkjunum og framleiðendur gera ráð fyrir að helmingi fleiri verði seldir í ár. Japanskir framleiðendur græða en þeir bandarísku eru í vandræðum. Sérfræðingar þeirra töldu víst að almenningur vildi tröllajeppa og skriðdreka á hjólum. Salan hjá þeim hefur því hrapað á undanförnum mánuðum. Salan hjá General Motors hefur minnkað um tíu prósent undanfarna tvo mánuði og hjá Ford hefur salan dregist saman í hverjum mánuði í heil tvö ár. Bermann segir að bæði fyrirtæki verði að elta hin fyrirtækin uppi því þeir hafi misst af lestinni.
Bílar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira