Tíska og hönnun

Skinntöskur sem vekja athygli

Heildverslunin Karon ehf. er þekktust fyrir mikið úrval af heilsuvörum en fyrir síðustu jól hóf verslunin innflutning á töskum í ýmsum stærðum og gerðum frá Suður-Afríku.

Eins og margir vita hefur afrískra áhrifa gætt í tískunni undanfarin misseri og virðist sá stíll kominn til að vera. Töskurnar frá Karon fylgja því vel stefnum og straumum í tískunni en þær eru úr antilópu- eða nautsskinni.

"Þetta eru rosalega flottar töskur og þær hafa verið gríðarlega vinsælar. Þær vekja mikla athygli. Við munum væntanlega fá meira af þessum töskum sem og belti og púða í sama stíl og skinnin sjálf," segir Dögg Káradóttir hjá Karon.

Töskurnar eru bæði fáanlegar ólitaðar og í öllum regnbogans litum og handverkið við þær er allt einstaklega vandað.

Verðið á töskunum er frá 29.900 krónum en útsölustaðir þeirra eru Sand í Kringlunni, GK á Laugavegi, Anas í Firðinum og Leonard. Hægt er að skoða töskurnar á heimasíðu Karon ehf., karon.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×