Skinntöskur sem vekja athygli 31. mars 2005 00:01 Heildverslunin Karon ehf. er þekktust fyrir mikið úrval af heilsuvörum en fyrir síðustu jól hóf verslunin innflutning á töskum í ýmsum stærðum og gerðum frá Suður-Afríku. Eins og margir vita hefur afrískra áhrifa gætt í tískunni undanfarin misseri og virðist sá stíll kominn til að vera. Töskurnar frá Karon fylgja því vel stefnum og straumum í tískunni en þær eru úr antilópu- eða nautsskinni. "Þetta eru rosalega flottar töskur og þær hafa verið gríðarlega vinsælar. Þær vekja mikla athygli. Við munum væntanlega fá meira af þessum töskum sem og belti og púða í sama stíl og skinnin sjálf," segir Dögg Káradóttir hjá Karon. Töskurnar eru bæði fáanlegar ólitaðar og í öllum regnbogans litum og handverkið við þær er allt einstaklega vandað. Verðið á töskunum er frá 29.900 krónum en útsölustaðir þeirra eru Sand í Kringlunni, GK á Laugavegi, Anas í Firðinum og Leonard. Hægt er að skoða töskurnar á heimasíðu Karon ehf., karon.is. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Heildverslunin Karon ehf. er þekktust fyrir mikið úrval af heilsuvörum en fyrir síðustu jól hóf verslunin innflutning á töskum í ýmsum stærðum og gerðum frá Suður-Afríku. Eins og margir vita hefur afrískra áhrifa gætt í tískunni undanfarin misseri og virðist sá stíll kominn til að vera. Töskurnar frá Karon fylgja því vel stefnum og straumum í tískunni en þær eru úr antilópu- eða nautsskinni. "Þetta eru rosalega flottar töskur og þær hafa verið gríðarlega vinsælar. Þær vekja mikla athygli. Við munum væntanlega fá meira af þessum töskum sem og belti og púða í sama stíl og skinnin sjálf," segir Dögg Káradóttir hjá Karon. Töskurnar eru bæði fáanlegar ólitaðar og í öllum regnbogans litum og handverkið við þær er allt einstaklega vandað. Verðið á töskunum er frá 29.900 krónum en útsölustaðir þeirra eru Sand í Kringlunni, GK á Laugavegi, Anas í Firðinum og Leonard. Hægt er að skoða töskurnar á heimasíðu Karon ehf., karon.is.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira