Áfram veginn 23. mars 2005 00:01 Mál bílamálanna í líðandi viku er án efa leitin sem gerð var að þremur ungmennum sem lentu í hremmingum á leið sinni suður Kjöl. Margir hafa orðið til að benda á mistök ferðahópsins eins og auðvelt er þegar aðrir eiga í hlut. Benda menn þá helst á hversu illa fólkið var búið fjarskiptatækjum. Ein CB, GSM, enginn NMT og ekki VHF heldur, hvað þá SSB. En þau voru samt með GPS. Þetta er alveg slatti af skammstöfunum! Til að snúa þessu yfir á mannamál skulum við kíkja á hvað þessar skammstafanir þýða: CB-(Citizen Band)talstöðvar eru mjög skammdrægar, 3-10 km í sjónlínu, og gagnast nær eingöngu til samskipta innan ferða- eða vinnuhópa. VHF (Very High Frequency) talstöðvar eru hins vegar langdrægari, allt að 100-150 km í sjónlínu. Auk þess eru endurvarpar um allt land á vegum til dæmis Ferðaklúbbsins 4x4 sem auka enn á drægnina. Mjög margir jeppamenn eru með svona stöðvar í bílum sínum og því ekki ólíklegt að beiðni um hjálp heyrist. NMT (Nordisk Mobile Telephone) er gamla góða farsímakerfið sem því miður á ekki mörg ár eftir ólifað. Drægni þess er um 100-150 km í sjónlínu og sendar eru staðsettir hér og þar um hálendið. Til samanburðar dregur GSM (Global System for Mobile communications) sími yfirleitt minna en 30 km og enga slíka senda er að finna á hálendinu. Nokkrir eru svo enn að nota gömlu Gufunesstöðvarnar, eða SSB (Single Side Band modulation). Drægni þeirra fer aðallega eftir loftnetslengd en þær hafa verið notaðar til að tala milli landshluta og jafnvel út fyrir landið. Eigendur bíla með allra stærstu loftnetin eru því ekki nauðsynlega geðveikir, heldur kannski bara forsjálir. GPS (Global Positioning System) er svo staðsetningartæki sem margir halda að sé nægur búnaður til að fara á fjöll. Það þarf þó að kunna á tækið til að það gagnist. Eins er algjör skylda að hafa áttavita og kort meðferðis, og kunna að nota hvort tveggja, því sá búnaður verður aldrei rafhlöðulaus. Jeppafólk grínast sín á milli um það hver sé með hæsta "dótastuðulinn". Enda minnir bíll með öllum tækjunum sem talin eru upp hér að ofan orðið töluvert á geimskutlu að innan. En er það ekki betra en að vera... utan þjónustusvæðis? Bílar Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Mál bílamálanna í líðandi viku er án efa leitin sem gerð var að þremur ungmennum sem lentu í hremmingum á leið sinni suður Kjöl. Margir hafa orðið til að benda á mistök ferðahópsins eins og auðvelt er þegar aðrir eiga í hlut. Benda menn þá helst á hversu illa fólkið var búið fjarskiptatækjum. Ein CB, GSM, enginn NMT og ekki VHF heldur, hvað þá SSB. En þau voru samt með GPS. Þetta er alveg slatti af skammstöfunum! Til að snúa þessu yfir á mannamál skulum við kíkja á hvað þessar skammstafanir þýða: CB-(Citizen Band)talstöðvar eru mjög skammdrægar, 3-10 km í sjónlínu, og gagnast nær eingöngu til samskipta innan ferða- eða vinnuhópa. VHF (Very High Frequency) talstöðvar eru hins vegar langdrægari, allt að 100-150 km í sjónlínu. Auk þess eru endurvarpar um allt land á vegum til dæmis Ferðaklúbbsins 4x4 sem auka enn á drægnina. Mjög margir jeppamenn eru með svona stöðvar í bílum sínum og því ekki ólíklegt að beiðni um hjálp heyrist. NMT (Nordisk Mobile Telephone) er gamla góða farsímakerfið sem því miður á ekki mörg ár eftir ólifað. Drægni þess er um 100-150 km í sjónlínu og sendar eru staðsettir hér og þar um hálendið. Til samanburðar dregur GSM (Global System for Mobile communications) sími yfirleitt minna en 30 km og enga slíka senda er að finna á hálendinu. Nokkrir eru svo enn að nota gömlu Gufunesstöðvarnar, eða SSB (Single Side Band modulation). Drægni þeirra fer aðallega eftir loftnetslengd en þær hafa verið notaðar til að tala milli landshluta og jafnvel út fyrir landið. Eigendur bíla með allra stærstu loftnetin eru því ekki nauðsynlega geðveikir, heldur kannski bara forsjálir. GPS (Global Positioning System) er svo staðsetningartæki sem margir halda að sé nægur búnaður til að fara á fjöll. Það þarf þó að kunna á tækið til að það gagnist. Eins er algjör skylda að hafa áttavita og kort meðferðis, og kunna að nota hvort tveggja, því sá búnaður verður aldrei rafhlöðulaus. Jeppafólk grínast sín á milli um það hver sé með hæsta "dótastuðulinn". Enda minnir bíll með öllum tækjunum sem talin eru upp hér að ofan orðið töluvert á geimskutlu að innan. En er það ekki betra en að vera... utan þjónustusvæðis?
Bílar Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“