Sport

Þú ert næstur, segir Mourinho

"Við erum að leitast eftir því að fá tvo nýja leikmenn fyrir næsta tímabil. Þann fyrri, Steven Gerrard, höfum við þegar tryggt okkur. Hinn er vinstri bakvörður. Þú ert besti vinstri bakvörður í heimi og við viljum þig." Þetta er Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagður hafa sagt við Ashley Cole á meintum fundi þeirra á hóteli í Lundúnaborg fyrir nokkrum vikum. Enska knattspyrnusambandið hefur verið með málið í rannsókn og heimildir herma að línurnar sé óðum að skýrast. Nick Fitzpatrick, lögfræðingur ensku úrvalsdeildarinnar, kvaðst í yfirheyrslum í gær hafa sannanir fyrir því að Mourinho hefði látið fyrrnefnd orð falla. Ef satt reynist er Mourinho í verulega vondum málum enda hafði hann ekkert leyfi til að ræða við Cole án vitundar forráðamanna Arsenal. Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, gefur lítið fyrir það sem er sagt hafa gerst og segir Steven Gerrard einbeittan í að standa sig fyrir Liverpool. "Við tölum ekki um þá hluti sem við lesum í blöðunum. Ég segi það sama og ég hef sagt ótal mörgum sinnum. Gerrard er leikmaður Liverpool og hann leggur sig fram fyrir félagið eftir fremsta megni. Það er það eina sem skiptir máli," segir Benitez en athygli vekur að hann neitar því hvergi að fyrirliði sinn sé á förum í sumar - aðeins það að Gerrard ætli að gera sitt besta til að tryggja Liverpool sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×