Sport

Sigurbjörn Árni ráðinn til FRÍ

Stjorn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur náð samkomulagi við Sigurbjörn Árna Arngrímsson um að hann hafi yfirumsjón með landsliðsmálum hjá sambandinu en hann mun aukinheldur gegna formennsku í Íþrótta- og Afreksnefnd FRÍ. Staða Sigurbjörns Árna er ekki eiginleg landsliðsþjálfarastaða en honum er ætlað að hafa yfirumsjón með verkefnum landsliðsins og stýra undirbúningi stærri móta. Hann tekur við af Guðmundi Karlssyni, sem verið hefur landsliðsþjálfari undanfarin ár. Sigurbjörn Árni hefur verið einn fremsti millivegalengdahlaupari landsins undanfarin ár og er með doktorsgráðu í lífeðlisfræði frá Georgíuháskóla í Bandaríkjunum. Fyrsta verkefni hans með landsliðið er Smáþjóðaleikarnir en þeir fara fram í Andorra í lok maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×