Sport

Platini næsti forseti UEFA?

Michel Platini, fyrrum landsliðsmaður Ítala og leikmaður Juventus, hyggst bjóða sig fram sem næsta forseta UEFA, knattspyrnusambands Evrópu. Kjörtímabil núverandi forseta, Lennart Johansson, rennur út í apríl á næsta ári. Platini sagðist eiga fullt erindi í embættið. "Ég hef mikla ástríðu fyrir íþróttinni," sagði hinn 49 ára gamli Platini sem situr í framkvæmdanefnd UEFA. "Fótboltinn á undir högg að sækja og vil ég gera mitt til að koma í veg fyrir að íþróttin bíði frekari hnekki."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×